_DSC7246_edited.jpg

Markmið Dropp er að auðvelda netverslunum að afhenda vörur. Með Dropp eru viðskiptavinir aldrei í vafa um hvar og hvenær sending verður afhent.

 

Einföld innleiðing

Það er fljótlegt að tengja Dropp við netverslunina þína. Við höfum hannað þægilega leið fyrir viðskiptavini til að velja afhendingarstað þar sem einfaldleiki og skýrar upplýsingar eru í fyrirrúmi.

Aukin sala

Meirihluti viðskiptavina velur söluaðila sem sýna nákvæma tímasetningu afhendingar við kaup. Helmingur kaupenda hefur hætt við kaup ef afhendingartími er of langur eða ekki tiltekinn.

Gott fyrir umhverfið

Minnkaðu kolefnisfótsporið þitt með því að bjóða upp á afhendingu með Dropp. Við spörum bílferðir með því að afhenda margar sendingar á hverjum afhendingarstað í stað þess að senda heim.

 
_DSC7045.jpg

Þegar þér hentar

Sem viðskiptavinur netverslunar sem er í samstarfi við Dropp geturðu sótt vörur hjá samstarfsaðilum okkar þegar þér hentar. Við munum afhenda vörur á á afhendingarstöðum sem flestir eru opnir til miðnættis og sumir allan sólarhringinn.

 

Skýrar upplýsingar um hvar og hvenær vara er afhent er einn mikilvægasti þátturinn þegar verslað er á netinu

 
_DSC7251.jpg

Nýr valkostur

Kaupendur vilja hafa val um afhendingarmáta þegar þeir versla á netinu. Með því að bjóða upp á afhendingu með Dropp fá viðskipavinir þínir nýjan og umhverfisvænan valkost.